Hafdís Huld
Brátt mun birtan dofna
Brátt mun birtan dofna
Barnið á að sofna
Þei, þei og ró, ró
Þei, þei og ró, ró
Barnið á að blunda í mó

Sól af himni hnígur
Húm að jörðu sígur
Þei, þei og ró, ró
Þei, þei og ró, ró
Góða barnið blunda í ró

Blessað litla lífið
Laust við jarðar kífið
Þei, þei og ró, ró
Þei, þei og ró, ró
Blunda elsku barnið í ró

Dreymi barnið, dreymi
Dýrð í sólarheimi
Þei, þei og ró, ró
Þei, þei og ró, ró
Blunda elsku barnið í ró