Slær á hafið himinblæ
Hyllir undir dranga
Geislum stafar sól á sæ
Signir grund og tanga
Út með sænum einn jeg geng
Að er hrannir falla
Heyri’ í blænum hörpustreng
Hafmeyjanna gjalla
Við þann óminn eyk jeg spor
Út við svarta dranga;
Það eru hljómar þínir, vor
Þeir til hjarta ganga!
(Blessað vertu og velkomið
Vorið yndisbjarta
Þú, sem allt af fró og frið
Fyllir sjerhvert hjarta!)