Sigur Rós
Dauðalogn
Heimur hljóðlátur
Hreyfist ei hár höfði
Hljómar grafarþögn
Enginn vaknaður
Enginn taktur hraður
Algert dauðalogn

Inn á við held ég
Viðarglætur birta bál
Einn með mér sjálfum
Anda inn anda frá

Viðáttan er greið
Ferðamönnum og mér
Fyllir fjallasal
Klettar bergmála
Bergmálar í höfðum
Úti dauðalogn

Inn á við held ég
Viðarglætur birta bál
Einn með sjálfum mér
Nú sit ég með fast land undir fót
Morgunin mætir
Með sitt logn á mót storm
Og nú gárast yfirborðin
Og nú brjótum við dauðalognið