[Verse 1: Arnar Freyr]
Hvernig fer ég áfram ef ég veit ekki hvernig ég sný
Ég get ekki stoppað, það er eftirparty eftir líf
Stundum vil ég elta ský, oftast vil ég velta bíl
Þegar að ég dey þá munu hundrað hrottar hefna mín
Ég má þetta, fávitar af ávana
Þegar ljósin kvikna og við ráfum meðal mávana
Homie ég er leiðtogi þeirra sem að fylgja ekki neinum
Með bláan crayon í heilanum er ég ber saman steinum
Vittu til þú veist ekki shit um mig
Útlægur því ég talaði tungum inní kirkjunni
Ég safnaði klinki stalst í byssupúðursykurinn
Viltu dick bitch, ég er G alveg eins og Rikki
Óþægur því þeir sem ráða eru rotin epli
Forðast heppni því ég þori ekki að hoppa af kletti
Opna mig á meðan muthafucka froðufellir
Úlfar sofa ekki, Úlfar sofa ekki
[Bridge]
Hvað segi ég ef ég get sagt allt, ef ég vil sounda smart
Stel höfðum eins og Bart, ég er ennþá barn
[Verse 2: Arnar Freyr]
Rúlla upp ofan á villtu hrossi, tæpur eins og fyrsti kossinn
Heitur skítur, hristur bossi, veit að tunglið er úr osti
Bitch ég kyssti froskinn, stórtækur að minnsta kosti
Lowlife sem tilbiður hnossið, minni á sjálfan krist á krossi
Yo meðan að ég lifi, Þór með hamarinn
Tveir í pakka eins og Twix
Úlfur Úlfur bitch